Lífið er alls staðar

Þess vegna þarftu besta bankaappið. Arion appið er fyrir alla og þar geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum.

 

Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android

Lífeyrismálin eru í appinu

Nú getur þú gert samning um skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað í Arion appinu og fylgst með sparnaðinum þínum hvenær sem er!

Viðbótarlífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður er mikilvæg viðbót við ráðstöfunartekjur þegar að eftirlaunaaldri er komið þar sem ráðstöfunartekjur lækka almennt við starfslok en auk þess er hægt að nýta hann skattfrjálst við íbúðakaup. Helstu kostir viðbótarlífeyrissparnaðar eru:

  • 2% launahækkun í formi mótframlags
  • Sparnaðurinn er erfanlegur
  • Skattlegt hagræði
  • Hagkvæm fjármögnun á húsnæði
  • Frelsi í útgreiðslum eftir 60 ára aldur

Nánar um viðbótarlífeyrissparnað

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað

Skyldusparnaður hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum

Skyldusparnaður tryggir þér eftirlaun til æviloka.

Þú getur gert samning um skyldusparnað hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum í Arion appinu en helstu kostir Frjálsa eru:

  • Hluti skyldusparnaðar fer í erfanlega séreign
  • Sveigjanleiki í útgreiðslum
  • Fjölbreyttar fjárfestingarleiðir
  • Hagstæð íbúðalán
  • Ævilöng eftirlaun
  • Örorku-, maka- og barnalífeyrir

Nánar um skyldusparnað hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum

Sækja um skyldusparnað

 

Sameina séreign

Vilt þú hafa sparnaðinn þinn á einum og sama stað?

Í Arion appinu getur þú sótt um flutning á öðrum séreignarsparnaði þér að kostnaðarlausu.*
Mikilvægt er að vera vel upplýstur um stöðuna á sparnaðinum sínum og með því að hafa sparnaðinn á sama stað fæst góð heildaryfirsýn.

Þú getur gert margt í Arion appinu
Auk þess að geta gert samning og fylgst með sparnaðinum hvenær sem er getur þú:

  • Breytt sparnaðarleið
  • Tilkynnt um nýjan launagreiðanda
  • Séð áunnin og áætluð eftirlaun við starfslok
  • Séð áhrif frestunar eða flýtingar á lífeyrisgreiðslur
  • Séð þróun séreignarsparnaðar frá upphafi og ávöxtun hans
  • Skoðað áætlaða inneign í séreignarsparnaði við starfslok og mánaðarlega útgreiðslu
  • Fengið yfirlit yfir sjóðfélagalán og greitt inn á lánið
  • Séð upplýsingar um ráðstöfun viðbótarsparnaðar við húsnæðiskaup
  • Séð upplýsingar um greiðslur inn á íbúðalán og hvort greiðslur séu virkar
  • Flutt annan séreignarsparnað